Vinir Orðsins
Orðið dreifir Nýja testamentinu til barna og unglinga í skólum og fermingarfræðslu. Félagið dreifir Nýja testamentum einnig á hótel, öldrunar- og hjúkrunarheimili og aðra staði eftir því sem tækifæri eru. Félagið styður einnig við aðra kristilega starfsemi á Íslandi með því að gefa Nýja testamenti til að nýta í starfi þeirra, en félagið hefur lengi meðal annars gefið Nýja testamenti í sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi og á Hlaðgerðarkot.
Vinir Orðsins hafa verið starfræktir lengi sem góðvinasamtök félagsins. Í því eru einstaklingar sem vilja styðja við það starf sem félagið gerir án þess að taka beint þátt sjálft í útdeilingum á vegum félagsins. Allir sem vilja styðja við starfsemi félagsins geta orðið Vinir Orðsins. Stuðningurinn er tvíþættur, annars vegar fjárstuðningur og hins vegar fyrirbæn fyrir starfinu.
Þeir sem tilheyra Vinum Orðsins greiða sérstakt árgjald og fá reglulega fréttabréf um starf félagsins til að geta beðið markvisst fyrir því og þakkað Guði fyrir árangurinn. Auk þess heldur félagið reglulega viðburði þar sem Vinum Orðsins er boðið.
Árgjald er ákveðið af stjórn félagsins og er það 10.000 kr., sem innheimt er í tveimur greiðslum.